-
Icesave og aðrar skuldir
Posted on July 1st, 2009 No commentsÞað er nú talsverður munur á “venjulegum” skuldum ríkisins og svo icesave. Aðrar skuldir hafa yfirleitt raunveruleg verðmæti á bak við sig. Fyrir okkur er icesave bara skuld – engin verðmæti. Icesave er túlkun á lögum um tryggingarsjóð innlána.
Ég hef aðeins á tilfinningunni að það hafi verið talið nauðsynlegt að semja til að ákveðnir menn gætu haldið andlitinu (t.d. Davíð Oddsson og Árni Mattiesen sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu og Davíð Oddsson, Geir H. Haard , Ingibjörg Sólrún og Björgvin Sigurðsson sem marglýstu yfir hversu traustum fótum bankakerfið íslenska stæði á). Sorry – þetta er bara allt of stórt mál til þess að láta einstaklinga – og tilfinningar þeirra – þvælast fyrir.
Held að við verðum að finna varnir sem duga fyrir þjóðina hvað sem það kostar. Nú tala ég sem þjóðin 🙂
Munum að þingmenn starfa í umboði þjóðar (okkar) og við getum tekið það aftur þegar við viljum (eins og sannaðist á Austurvelli í vetur). Það hljóta að vera takmörk fyrir því hversu mikið Alþingi getur skuldbundið þjóðina.
Við viljum réttlæti (málið fyrir dóm) og sanngirni (ekki hærri greiðslur en hægt að ráða við).
Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:
1. Fólkið (almenningur) sem á að borga “lánið” fékk aldrei neinn pening.
2. Bretar beittu hryðjuverkalögum.
3. Tryggingarsjóður innlána ætti að greiða þetta (getur það reyndar sennilega ekki)
4. Af hverju er málið ekki sett fyrir dómstóla?Mér finnst allavega eitthvað vanta í þessa mynd ennþá…
Ef til vill er best að lýsa einfaldlega yfir þjóðargjaldþroti. Sætta sig þannig við orðinn hlut og byrja upp á nýtt með hreint borð.
Bendi hér á nokkrar nýlegar greinar um icesave sem ég mæli með að þú lesir:
Jón Daníelsson: Þennan samning verður að fella
Jón Baldvin Hannibalsson: ICESAVE Í iÐNÓ – HREINSUNARDEILD VG
Ólafur Arnarson: Icesave þjóðviljinnHvað finnst þér?