Grasrótin ræðir málin
RSS icon Email icon Home icon
 • Lánaleiðrétting? – Hagsmunasamtök heimilanna

  Posted on May 15th, 2009 Þrándur No comments

  Þriðjudaginn 19. maí kl. 20. Borgartúni 3

  Gísli Tryggvason talsmaður neytenda hefur lagt fram ítarlega tillögu um
  leiðréttingu á húsnæðislánum landsmanna. Hún felur í sér skipun gerðardóms
  sem meta skuli áhrif forsendubrests og fjölda málsástæðna á hækkanir
  húsnæðislána og finna mælikvarða til leiðréttingar hinna ýmsu flokka lána.
  Hann hefur kynnt þessa tillögu fyrir stjórnvöldum og ýmsum aðilum. Nú kemur
  hann á fund með okkur, kynnir tillöguna og svarar spurningum.
  Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Fundurinn er öllum opinn og er
  aðgangur ókeypis.

  Hagsmunasamtök heimilanna
  www.heimilin.is
  Framlög til HH af frjálsum vilja
  (o: 1110-26-5202, kt. 520209-2120 :o)

 • Niðurfærsla Lána?

  Posted on April 29th, 2009 Þrándur No comments

  Nú hefur talsmaður neytenda stigið fram og sent erindi til Forsætisráðherra vegna íbúðarlána.

  Bréfið byrjar þannig:

  Efni: Tillaga um neyðarlög í þágu neytenda þar sem kveðið verði á um

  • eignarnám íbúðarveðlána til neytenda,
  • niðurfærslu allra íbúðarveðlána til neytenda
  • eftir mati lögbundins, sérstaks gerðardóms.

  Útdráttur
  Talsmaður neytenda bregst hér með við brotum gegn hagsmunum og réttindum neytenda með því að leggja til að

  • öll íbúðarveðlán í landinu í eigu annarra en íbúðarlánasjóðs verði tekin eignarnámi með lögum;
  • kröfuhöfum verði bætt eignarnámið eftir verðmati í samræmi við almennar reglur;
  • kröfur á hendur neytendum verði færðar niður eftir mati lögbundins, sérstaks gerðardóms samkvæmt almennum mælikvarða eða mælikvörðum sem byggi á málefnalegum sjónarmiðum sem lögð eru til í tillögu þessari;
  • í þessu felist bindandi leiðrétting í eitt skipti vegna óvænts og skyndilegs atburðar sem engin skynsamleg rök voru fyrir neytendur að gera ráð fyrir

  Sjá nánar á vef talsmanns neytenda.

  Þetta er mjög í anda þess sem Björn Þorri hefur nefnt áður og líka Hagsmunasamtök heimilanna.

  Nú er bara að sjá hvort stjórnvöld bregðast hratt og vel við.  Þetta er gríðarlega mikilvægt mál – sérstaklega ef við viljum byggja nýja Ísland á réttlæti.

 • Skjaldborg eða Spilaborg?

  Posted on April 15th, 2009 Þrándur No comments

  Hagsmunasamtök Heimilanna benda á máttlausar aðgerðir ríksisstjórnarinnar:

  “Það glittir bara í löngutöng”

  -Brauðmolum kastað til lýðsins

  • Samkomulag án aðkomu lántakenda er marklaust
  • Krafa um sanngjarna skiptingu byrða
  • Vörn fyrir öll sparnaðarform, ekki bara sum
  • Mesta eignaupptaka Íslandssögunnar í sjónmáli
  • Lýst eftir betri lánakjörum ekki lengingu á því sama
  • Bankakerfið fellur, ef gjaldþrotaleiðin verður farin

  Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að sniðganga með öllu sanngjarnar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra fasteignalána. Að sama skapi mótmæla samtökin þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem liggja til grundvallar samkomulagi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja.

  Það er ljóst að þeir sem eiga að bera ALLT tapið af hruni bankanna eru skuldarar – ekki síst heimilin sem átti að reisa “skjaldborg” um.

  Ég held að margir séu orðnir langeygðir eftir þessari skjaldborg. Raunar líkist það sem komið er frekar SPILABORG, þar sem allar varnir geta fallið á augabragði ef einhver hreyfir sig óvarlega.

  Er það ekki skrítið af hverju sjóðsreikningarnir voru greiddir út umyrðalaust og án þess að nokkur innistæða virtist vera fyrir hendi? Þegar kemur að því að rétta hlut skuldara verður fátt um aðgerðir aðrar en að lengja í henginarólum.

  Hér þarf massívar aðgerðir ef ekki á að verða stórkostlegt hrun þegar traustustu greiðendur skatta og lána flýja land í stórum stíl. Ef þetta fólk fer, hver ætlar þá að borga fyrir velferðina? Og ég tala nú ekki um risaskuldir þjóðarinnar?

  Er ekki nóg af ónotuðu húsnæði?

  Viljum við landauðn?

  Til hvers var búsáhaldabyltingin?