Kjallarinn.net

Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Hrafnhildur í 32 manna úrslit

    Posted on January 13th, 2011 Þrándur No comments

    Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, listmálari frá Sámsstöðum í Fljótshlíð, komst í gær í 32 manna úrslit í málverkasamkeppni vefnum Saatchionline.

    Skýjatjald, verk Hrafnhildar Ingu í keppninni á vef Saatchi.

    Samkeppnin fellst í því að notendur vefjarins velja á milli tveggja listmálara sem stillt er upp gegn hvor öðrum. Keppninni lýkur 20. janúar næstkomandi og vinningshafinn hefur möguleika á að sýna verkin sín hjá hinu virta Saatchi galleríi í London.

    Hrafnhildur Inga málar myndir sem lýsa skýjafari, veðurfari og sjólagi. Hún er mikið náttúrubarn og sækir myndefnið oft á sínar heimaslóðir í Fljótshlíðinni þar sem hún horfir eftir endilangri suðurströndinni þar sem skýin hrannast upp og velta sér eftir sjóndeildarhringnum og eru aldrei andartak eins. Oft er sem himinn og jörð renni saman og lokast yfir höfði manns. Þá birtist sólin augnablik, andartaks ljósbrot. Það er meðal annars það sem hún fangar í myndum sínum.

    Verkið sem Hrafnhildur Inga sendi í samkeppnina er nú til sýnis hjá Galleríi Fold við Rauðarárstíg.

    Vefur Hrafnhildar Ingu – hrafnhilduringa.com

    Greiddu atkvæði með myndinni!

  • Búsáhaldabyltingin í Argentínu

    Posted on December 5th, 2010 Þrándur No comments

    Heimildarmynd um atburðina sem leiddu til efnahagshruns í Argentínu 2001. Hrunið þurrkaði út millistéttina og jók fátækt upp í 57,5%. Meðal aðalástæðna fyrir hruninu var opinber stefna um nýfrjálshyggju sem opnaði leiðir fyrir erlenda banka og stórfyrirtæki að stela milljörðum dollara. Mikið af eignum og auðlindum Argentínumanna sjálfra var sóað. Fjármálakerfi landsins var meira að segja notað til peningaþvættis af Citibank, Credit Suisse og JP Morgan.

    Afleiðingarnar voru stórkostlegar tilfæringar auðs og fátæktarvæðing samfélagsins sem náði hámarki með fjölda dauðsfalla vegna mótmæla og vannæringar.

    Er þetta það ferli sem stjórnvöld, bankar og lífeyrissjóðir vilja sjá á Íslandi?

  • Hvernig á að gera arkítektúr áhugaverðan?

    Posted on December 5th, 2010 Þrándur No comments

    Bjarke Ingels er danskur arkítekt sem fer áhugaverðar leiðir. Hann notar náttúruna sem fyrirmynd og býr til fjöll úr húsum. “Fjöllin” búa til skjól, safna sólarorku og gefa frábært útsýni – bæði úr húsunum og að þeim.

    Hugmyndaflug í góðu lagi.

  • DV gegn Hagsmunum Heimilanna?

    Posted on December 2nd, 2010 Þrándur No comments

    Við endurbirtum hér grein frá Hagsmunasamtökum heimilanna þar sem þögn “hefðbundinna fjölmiðla” um þessi málefni er æpandi. Hér er spurt stórt – vonandi fáum við einhver svör fljótlega. Þolinmæði almennings hefur verið gríðarleg en gæti senn þrotið…

    DV hafnar birtingu sjónarmiða HH

    Fréttaritið DV hefur fjallað nokkuð mikið um Hagsmunasamtök heimilanna að undanförnu. Stjórn samtakanna fannst nokkuð á sig halla svo ákveðið var að rita grein sem segði frá sjónarmiðum samtakanna því þau hafa sem slík ekki fengið umfjöllun í blaðinu. Ingi F Vilhjálmsson, fréttastjóri DV var beðinn fyrir birtingu greinarinnar. Hann hafnaði birtingu alfarið á þeim grundvelli að það væri of seint og búið væri að ákveða að fara ekki eftir tillögum samtakanna um leiðréttingu íbúðalána. Eftirfarandi er greinin sem Hagsmunasamtök heimilanna óskuðu eftir birtingu á.

    HVATNINGARPAKKI HEIMILANNA
    Hagsmunasamtök heimilanna lögðu fram tillögur sínar um efnahagsaðgerð til leiðréttingar á skuldum heimilanna strax í janúar 2009. Núverandi tillögur að þjóðarsátt eru byggðar á þeim tillögum. Í grunninn hafa tillögurnar ekki breyst vegna þess að þær hafa staðist tímans tönn og í reynd hefur sýnt sig að varnaðarorð HH áttu við rök að styðjast. Megin markmið aðgerða eru tvö: Upprisa efnahagslífs og réttlæti/sanngirni.

    Staðreyndir:
    Fasteignamarkaðurinn er enn botnfrosinn, neysla dregst enn saman, raunskatttekjur og velta samfélagsins hafa dregist saman (6,8% samdráttur 2009). Atvinnuleysi eykst og vel menntað og hæft fólk flytur úr landi (atgerfisflótti). Samdrátturinn er mun meiri en hann þyrfti að vera. Eina ástæðan fyrir því að dregið hefur lítillega úr atvinnuleysi á tímabili er útflutningur vinnuafls (megin útflutningsvara íslendinga nú um stundir að því er virðist).

    Spurt er, hvað kostar?
    Hagsmunasamtök heimilana spyrja á móti hvað kostar að fara ekki í þær aðgerðir sem samtökin leggja til. Sú spurning er mun mikilvægari og nú höfum við hluta sönnunargagnanna fyrir augunum. Hafa þarf í huga að ásetningur kerfisins er að láta heimilin greiða kostnað af óráðsíu banka og slæmri efnahagsstjórn. Kostnaðurinn er því lántaka fasteignalána að óbreyttu og HH hefur bent á að sá reikningur sé ekki bara óréttlátur heldur einnig óskynsamlegur. Sá reikningur kemur í ýmsum formum margfaldur til baka á ríkissjóð, fjármálafyrirtæki og samfélagið allt. Við höfum nú aðeins séð rétt í toppinn á þeim borgunarísjaka (gæti farið yfir 1.000 mja, þ.a. 500 mja. færsla eigna frá heimilum til fjármálastofnana til að bæta þeim eigin afglöp samkvæmt grein Agnars Jón Ágústssonar, 73.000 heimili eignalaus 2011).

    Kr. 12 til 16 milljarðar á ári er allt og sumt

    Almenningur er hvað eftir annað hræddur með óskiljanlega háum grilljörðum og trilljörðum. Setjum tölurnar nú í vitrænt samhengi. Í séráliti fulltrúa HH í svonefndum sérfræðingahóp forsætisráðherra, er gefið dæmi um uppsetningu á afskriftareikning sem mundi bera leiðréttinguna. Við útfærum þetta dæmi Marinós G Njálssonar úr sérálitinu með rauntölum frá sérfræðingahópnum.

    Gefum okkur að tillögur HH séu virkjaðar óbreyttar með afskriftareikning til 25 ára með 5% vöxtum að þá lítur dæmið svona út í þús. milljóna (takið eftir árlegum greiðslum):

    Óbreytt leiðréttingartillaga HH : kr. 182,7 mja (léttir á 72.672 heimilum):

    Ef hugmynd MGN um þak á leiðréttingu út frá tekjum er notuð: kr. 139,6 mja (léttir á ca. 54.000 heimilum):

    Sé þetta reiknað samkvæmt tillögu MGN með tekju og/eða eignatengingu (þeir sem eiga miklar nettó eignir og eru tekjuháir í einu eða öðru formi fengju minni leiðréttingu og margir enga þ.e. þeir sem eru með húsnæðislán upp á punt eins og MGN orðaði það). Útkoman er þá svona:

    Þetta væru sem sagt ekki nema rúmir kr. 12 mja árið 2011 þ.e. en því væri hægt að skipta milli aðila hrunsins. Á móti þessum greiðslum inn á afskriftareikning koma betri almennar innheimtur, afþýðing fasteignamarkaðar, meiri velta og þar með skattar í ríkiskassann, meiri framleiðni, lækkun vaxtabóta, minna atvinnuleysi, færri gjaldþrota heimili, viðsnúningur brottflutnings, meiri kaupmáttur, hækkun greiðslna í lífeyrissjóði og heilbrigðari viðskipti við bankana. Aðrar afurðir væru öryggi, stöðugleiki, bjartsýni og betri almenn heilsa heimilanna, minna álag en ella á heilbrigðiskerfið auk meðbyrs til stjórnvalda. Ríkissjóður fengi myndarlegann tekjuauka á sama tíma en það mundi auðvelda honum að hjálpa t.d. Seðlabankanum og Sparisjóðunum að takast á við þeirra hlið málsins.

    Verða heimilin með í endurreisninni?
    Með lækkun höfuðstóls fasteignalána er markmiðið að heimilin nái fótfestu með hvað þau skulda og að dragi úr yfirveðsetningu. Yfirveðsetning og óvissa með framtíðina eru helstu ástæður þess að fasteignamarkaðurinn er dauður. Væntanlegir kaupendur halda að sér höndum því þeir hafa trú á að verð fasteigna hafi ekki náð botni. Framboð á lánsfé og vaxtastig hafa þarna einnig nokkur áhrif. Megin veltan á fasteignamarkaði almennt er fólk sem er að stækka við sig, minnka við sig eða færa sig um set á einhvern hátt. Að óbreyttu er útlit fyrir að lánveitendur fasteignalána yfirtaki mikið af eignum á næstu árum. Eignirnar fara væntanlega á markað og setja aukin þunga á fasteignaverð niðurávið. Þetta er ekki alslæmt fyrir þá sem eiga ekki fasteignir fyrir, svo framarlega sem þeir eiga fyrir útborgun, hafa lánstraust og vinnu og eru tilbúnir að greiða þá vexti sem eru í boði. Þeim fækkar þó óðum í yfirstandandi samdrætti.

    Hver er ávinningurinn?
    Meiri ráðstöfunarfé heimilanna gerir margt fyrir marga. Sem dæmi væru fleiri sem hefðu efni á að vera áskrifendur að ritum eins og DV. Auglýsingakakan stækkar sem hefur einnig góð áhrif á fjölmiðla sem treysta á auglýsingatekjur. Hagfræðingar hafa fært rök fyrir því að aukinn kaupmáttur í lægri tekjuenda millistéttarinnar hefur jákvæðust áhrif á eftirspurn í hagkerfinu. Hagkerfið þarf á meiri veltu að halda, sérstaklega í þjónustugreinunum. Leiða má getur að því að þjónustugreinarnar séu komnar töluvert undir eðlilegt jafnvægisástand vegna stöðugs samdráttar í eftirspurn. Vísbendingar um þetta má finna í hagtölum Hagstofunnar um gjaldþrot í þessum greinum.

    Hvernig sem menn skipta árlegum endurgreiðslum 12 til 16 milljarða stökkbreytts hluta íbúðalána á milli ríkissjóðs, banka og lífeyrissjóða er alveg ljóst að heimilin geta ekki greitt þennan reikning nema með sambærilegum samdrætti veltu og eftirspurnar í hagkerfinu. Ráðamenn þurfa aðeins að líta á hagtölur síðustu tveggja ára til að sjá hvaða áhrif það hefur að fjármálastofnanir sogi til sín allt fjármagn. Menn gleyma því stundum að gjaldmiðillinn er til þess upp fundinn að láta verðmæti og verðmætasköpun flæða í hagkerfinu. Ekki ósvipað og blóðið hefur það hlutverk að láta orku og næringu flæða um líkamann. Hefti menn flæði fjármuna eða safna þeim of mikið eða þynna út dregur úr flutning næringar frá líffærum til vöðva, heila og vefja samfélagsins og þar með getu þess til að láta til sín taka.

    Mikilvægi réttlætis
    Hornsteinn tillagna HH er um réttlæti. Lántökum finnst afar óréttlátt að vera ætlað að bæta einir upp geigvænlegt aulatap lífeyrissjóða svo ekki sé minnst á fjármögnun eigin fés kennitöluflakkandi banka. Tillögurnar leggja út frá sameiginlegri ábyrgð þ.e. af um 30% hækkun verðbóta verði rétt rúmum helming skilað til heimilanna. Lagt er til að fórnarlömb stökkbreyttra íbúðalána (lögheimila) sitji við sama borð með því að taka stöðuna 1. janúar 2008 og reikna lánin frá þeim degi með 4% þaki á verðbætur en gengisbundnu lánin verði einnig með verðbótum og þaki frá þeim degi. Verðbólga er nú vel undir 4% og því engar fjármálastofnanir að tapa neinu af því þaki á næstu árum á meðan fjármálakerfið heldur sér á mottunni í útlánum (fylgni óhóflegra útlána og verðbólgu er margreynd bæði hérlendis og annarstaðar).

    Án réttlætis verða lántakar um langa framtíð í mótþróa við allt sem bankar, lífeyrissjóðir og ríkisstjórn leggja til. Sárindin yfir óréttlætinu éta okkur að innan, við viljum síður leggja okkur fram, við verðum veikari, við látum í besta falli draga okkur áfram eða leggjumst í andóf. Við flytjum úr landi, við vantreystum samborgurum okkar, mörg okkar verða óvirk. Tilfinningin er lamandi tilfinning um tilgangsleysi. Tilfinningin er sambærileg við afleiðingar innbrots og þjófnaðar en það sem verra er að þjófarnir ætlast til að þú vinnir í tugi ára upp í það sem þeir náðu ekki í fyrstu umferð. Skuldaþrældómur. Hversu margir munu kjósa frelsið með einum eða öðrum hætti vitum við ekki. Þó má reikna með að ofangreindar tilfinningar leiði til minni virðingar, glæpa og almennrar hnignunar samfélagsins. Kostnaður okkar allra af þeim völdum er ómælanlegur. Réttlæti er samfélaginu afar dýrmætt.

    Hagsmunasamtök lýðskrumara?
    Fréttastjóri DV skrifar gildishlaðna grein 26. nóv. sl. og upplýsir lesendur um afstöðu sína til tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna. Afstaða hans er áþekk þeirra sem hafa lagt sig fram um að verja málstað fjármálafyrirtækja og stefnu stjórnvalda. Hvergi í greininni er efast um réttmæti krafna fjármálastofnananna. Fullyrðingar eru settar fram en ekki alltaf rökstuddar. Sumt er hreinlega rangt. T.d. er fullyrt að samtökin hafi sett fram aðrar tölur en gefnar hafa verið út af opinberum aðilum. Hið rétta er að HH hefur stuðst við töluleg gögn frá AGS, FME, Seðlabankanum, Hagstofunni, lífeyrissjóðum og bönkunum. HH hefur einnig bent á ósamræmi í ýmsum tölum, sérstaklega frá SÍ og FME. Þau tölulegu gögn sem koma fram í þessari grein koma m.a. frá gögnum sérfræðingahópsins og opinberum tölum. Nú síðast kom út skýrsla Hagstofunnar um stöðu heimilanna. Þar kemur fram að staðan er næst því sem við höfum haldið fram en það byggjum við m.a. á könnunum okkar frá 2009 sem hafa reynst lýsa ástandinu býsna vel ef þær eru bornar saman við gögnin frá Hagstofunni. Kannanirnar má finna á heimasíðu samtakanna ásamt vísunum í önnur gögn og greinar.

    Hagsmunasamtök heimilanna hvetja DV til að birta og fjalla um skýrslu sérfræðihóps forsætisráðherra og markmið hans og einnig sérálit fulltrúa HH. Slík frjáls og óháð umfjöllun getur vonandi kastað ljósi á málefnið fyrir bæði fréttamenn DV og almenning.

    Skjaldborgin
    Allt tal um aðstoð við þá verst settu hefur verði afsökun fyrir að gera helst ekkert. Það eina sem gert er fyrir þá “verst settu” er að þeir eru leiddir í gegn um eignahreinsun og síðan skammtað skít úr hnefa í tvö til þrjú ár. Kröfum fjármálafyrirtækja hefur verið svarað umsvifalaust með lagasetningu og öðrum aðgerðum þeim í hag. Seðlabankinn og FME eru eins og gæsamömmur með ungahóp einkarekinna fjármálafyrirtækja. Í stað þess að veita þessum fyrirtækjum aðhald eru þau vernduð með umönnun sem óvitar væru.

    Forsætisráðherra hefur nefnt Hagsmunasamök heimilanna á nafn í viðtölum, nú síðast í viðtali við Stöð tvö daginn eftir að skýrsla sérfræðingahóps var birt. Forsætisráðherra hrósar samtökunum og nefnir að áhugi sé á áframhaldandi samvinnu við samtökin. Ekkert alvöru samráð hefur verið haft við samtökin þrátt fyrir eindregna ósk stjórnar HH þess efnis, nú síðast með bréfi frá formanni stjórnar til forsætisráðherra 16. nóvember sl. (sjá heimasíðu HH www.heimilin.is).

    Kjarni málsins varðandi kostnað
    Eins og áður segir þyrftu fjármálastofnanir að gefa eftir árlega 12 til 16 milljarða í heild í nokkur ár og síðar lækka þessar árlegu afskriftir. HH hefur jafnvel gert ráð fyrir vöxtum inn í þessum tölum. Mönnum er tíðrætt um að einhver þurfi að borga. Spurt er hver á að borga? Borga hvað? Ránsfeng markaðsmisnotkunar og fjársvikastarfsemi? Eiga fórnarlömb slíks að greiða gerendunum? Halda menn að með því að skipta um kennitölu á bönkunum séu syndir þeirra fyrirgefnar? Með því að rétta nýjum eigendum pappírana sé enginn glæpur til lengur? Sannleikurinn er sá að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eru ofur sanngjarnar og halla töluvert á heimilin ef eitthvað er. Óbreytt stefna mun skaða heimilin og samfélagið í heild. Atvinnulífið þarf á eftirspurn heimilanna að halda og heimilin byggja velferð sína og öryggi á öflugu atvinnulífi, ábyrgri fjármálastarfsemi og áreiðanlegri opinberri þjónustu. Ætli menn að endurreisa traust og trú heimilanna á framtíðina þurfa þeir að skoða tillögur samtakanna af alvöru án undanbragða.

    Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

  • Ekki kjósa Jónas!

    Posted on November 22nd, 2010 Þrándur No comments

    Jónas Kristjánsson er ákaflega afkastamikill bloggari eftir að hann settist í helgan stein. Hann hefur verið duglegur að benda á ýmislegt sem betur má fara í þjóðfélaginu og kemur víða við. Það var ástæðan fyrir því að ég setti hann á lista yfir þá frambjóðendur sem mér finnst helst koma til greina á stjórnlagaþing.

    Nú bregður svo við að ég get ekki annað en mælt eindregið með því að kjósa EKKI þennan mann. Ástæðan er ótrúlegt skilningsleysi á aðstæðum lánþega eftir hrun sem hann kallar óhikað “óráðssíufólk”. Jónas er reyndar af þeirri kynslóð sem tók lán sem eyddust upp í verðbólgubáli og sitja nú í skuldlausum eignum. Þau fengu eignirnar að “gjöf” frá gamalmennum og börnum sem áttu sparifé og ætlast nú til að afkomendur þeirra borgi allt í topp og rúmlega það.

    Höfum það líka í huga að þetta “óráðssíufólk” er ekki fólkið sem fékk kúlulán frá bönkunum, heldur venjulegt miðstéttarfólk sem var að koma þaki yfir höfuð sitt og fjölskyldu sinnar. Þetta er líka fólkið sem við viljum síst að fari úr landi.

    Hér var framið bankarán í öllum stóru bönkunum a.m.k. og fólkið sem Jónas vill að greiði fyrir glæpinn er það sem hann nefnir svo smekklega.

    Nei takk – Ekki Jónas!

    Það eru fjölmargir aðrir frambærilegri á stjórnlagaþingið.

  • Smá þraut…

    Posted on November 12th, 2010 Þrándur No comments

    Can you do this?

    1- Yes Find the C below…do not use any cursor help.

    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOCOOOOOOOOOOO
    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
    OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO

    2- If you already found the C, now find the 6 below.

    99999999999999999999999999999999999999999999999
    99999999999999999999999999999999999999999999999
    99999999999999999999999999999999999999999999999
    69999999999999999999999999999999999999999999999
    99999999999999999999999999999999999999999999999
    99999999999999999999999999999999999999999999999

    3 – Now find the N below. It’s a little more difficult.

    MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMNMM
    MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM
    MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM
    MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM
    MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM

    This is NOT a joke. If you were able to pass these three tests, you can cancel your annual visit to your neurologist. Your brain is great and you’re far from having a close relationship with Mr Alzheimer.

    Eonvrye whocan raed this rsaie your hnad.

    To my ‘selected’ strange-minded friends:

    If you can read the following paragraph, forward it on to your friends and the person that sent it to you with ‘yes’ in the subject line… This is weird, but interesting!

    If you can raed this, you have a sgtrane mnid too

    Can you raed this? Olny 55 plepoe out of 100 can.

    I cdnuolt blveiee that I cluod aulaclty uesdnatnrd what I was rdanieg. The phaonmneal pweor of the hmuan mnid, aoccdrnig to a rscheearch at Cmabrigde Uinervtisy, it dseno’t mtaetr in what oerdr the ltteres in a word are, the olny iproamtnt tihng is that the frsit and last ltteer be in the rghit pclae. The rset can be a taotl mses and you can still raed it whotuit a pboerlm. This is bcuseae the huamn mnid deos not raed ervey lteter by istlef, but the word as a wlohe. Azanmig huh? Yaeh and I awlyas tghuhot slpeling was ipmorantt! If you can raed this forwrad it

  • Vinna bug á lofthræðslu?

    Posted on November 12th, 2010 Þrándur No comments

    En hvað það hlýtur að vera gaman að fara í vinnuna. Hver væri ekki til í að vinna við krefjandi verkefni sem býður upp á gríðarlega gott útsýni og vera bókstaflega yfir aðra hafinn!

    Býð mig samt ekki fram í þetta starf 🙂

    Hér er sem sagt starfsumhverfi fyrir þá sem hafa unnið bug á lofthræðslu. Gaman að sjá að þeir nota nánast ekkert öryggislínur – þær eru bara til að tefja fyrir! Um að gera að horfa á þetta nokkrum sinnum í röð – það gæti sannfært þig um að vera ekki smeykur við smá upplyftingu. Mundu líka að þeir eiga eftir að fara sömu leið niður líka!

    Allavega er ég alveg sáttur við mína þægilegu innivinnu.

  • Þjóðfundur dýr?

    Posted on November 9th, 2010 Þrándur No comments
    Þjóðfundur

    Þjóðfundur

    Nú er Þjóðfundur um stjórnarskrá lokið og kannski fátt sem kom á óvart í sjálfu sér. Almennt held ég þó að flestir geti verið sammála niðurstöðunni og að hún sé gott innlegg í stjórnlagaþingið sjálft.

    Örfáir hafa tekið sig til og fundið að kostnaði við þjóðfundinn. Um 90 milljónir kostaði að halda fundinn sem gerir um 90 þúsund á hvern fundarmann. Sjálfsagt hefði mátt reyna eitthvað að draga úr kostnaði, t.d. er spurning hvort fundarmenn hafi átt að fá borgað fyrir. Á móti má spá í hvort það hefði dregið úr þátttökuvilja.

    Ég held að auðveldara sé að spara á mörgum öðrum stöðum. Hvað hefur t.d. farið mikill tími Alþingismanna í misheppnaðar tilraunir til að endurskoða stjórnarskránna? Hvað þarf að fækka þingmönnum mikið til að halda einn svona þjóðfund á ári?

    Niðurstöðurnar:

    LAND OG ÞJÓÐ – Gildi og gildistengd atriði sem lúta að sjálfstæði ríkisins, menningu og landshögum, svo sem framsýni, gildi íslenskrar tungu og landsbyggðar.
    Stjórnarskráin er sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og er skrifuð fyrir fólkið í landinu. Stjórnarskráin á að standa vörð um íslenska tungu, menningu og auðlindir þjóðarinnar. Hún verði kynnt í skólum og almenningi tryggð áhrif á ákvarðanir í þjóðmálum. Efla skal ímynd Íslands, stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga.
    SIÐGÆÐI – Almenn siðferðileg gildi án sérstakra tengsla við stjórnskipun eða stjórnmál, svo sem heiðarleiki, virðing, ábyrgð, umburðarlyndi, sanngirni og samkennd.
    Stjórnarskráin skal byggja á siðferðisgildum. Siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skal vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Lögð sé áhersla á heiðarleika kjörinna fulltrúa, embættismanna, lög og siðareglur. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings. Á Íslandi skal valdhöfum settur skýr rammi þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins eru höfð að leiðarljósi.
    MANNRÉTTINDI – Gildi sem liggja til grundvallar eða tengjast viðteknum mannréttindum, svo sem jafnrétti og jafnræði, tjáningarfrelsi, menntun, trúfrelsi og eignaréttur.
    Allir skulu njóta mannréttinda samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur lofað að virða, svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Tryggja skal jafnræði fyrir lögum óháð kyni, trú, þjóðerni, kynþætti, búsetu og kynhneigð. Allir skulu njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og lágmarksframfærslu. Vægi atkvæða verði jafnt.
    RÉTTLÆTI, VELFERÐ OG JÖFNUÐUR – Gildi og gildistengd atriði sem lúta almennt að réttlæti, velferð og jöfnuði, t.d. með tilliti til menntunar, heilbrigði og framfærslu.
    Tryggja skal öllum landsmönnum mannsæmandi lífskjör óháð kyni, kynþætti, aldri, búsetu, vinnu, þjóðerni, trúarskoðun, efnahag, fötlun, kynhneigð eða skoðunum. Allir skulu hafa jafnan rétt til framfærslu, menntunar, heilbrigðisþjónstu og félagsþjónustu. Lífeyrisréttindi skulu öllum tryggð. Vægi atkvæða skal vera jafnt og refsilög skýr.
    NÁTTÚRA ÍSLANDS, VERND OG NÝTING – Gildi og gildistengd sem lúta að umhverfi, þ.á.m. auðlindum, svo sem sjálfbærni, umhverfisvernd og þjóðareign.
    Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir.
    LÝÐRÆÐI – Hvers kyns gildi og gildistengd atriði sem lúta beint að þátttöku þjóðarinnar í stjórn ríkisins, svo sem þjóðaratkvæði og kosningaréttur. Einnig gildi tengd forsendum lýðræðis, t.d. miðlun upplýsinga.
    Á Íslandi skal vera virkt og gagnsætt lýðræði. Vægi atkvæða verði jafnt í einu kjördæmi, kosningar með persónukjöri, þingseta þingmanna háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Lýðræðið byggi á þrískiptingu valds og skýrum lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg málefni. Skipan dómara skal endurskoðuð. Kjósendur með jafnan atkvæðisrétt geti einir breytt stjórnarskrá.
    VALDDREIFING, ÁBYRGÐ OG GAGNSÆI – Gildi og gildistengd atriði sem lúta almennt að uppbyggingu ríkisins og meðferð ríkisvalds, svo sem dreifing valdsins, gegnsæi og stöðugleiki. Einnig gildi (og gildistengd atriði) sem lúta að störfum einstakra stofnana og handhafa ríkisvalds og ábyrgð þeirra.
    Tryggja þarf þrígreiningu valds þar sem hlutverk og ábyrgð ráðamanna séu skýr. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Stjórnarskráin ætti að tryggja gagnsæi og eftirlit með stjórnsýslu. Fagmennska ráði för við ráðningar í störf í stjórnsýslunni. Endurskoða þarf vald forseta Íslands og taka afstöðu til neitunarvalds hans. Takmarka ætti þann tíma sem alþingismenn mega sitja á þingi. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla.
    FRIÐUR OG ALÞJÓÐASAMVINNA – Gildi og gildistengd atriði sem lúta að stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, svo sem öryggi, friður og hlutleysi.
    Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki sem leggi áherslu á samvinnu við aðrar þjóðir, sérstaklega á norðurslóðum. Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Öryggi landsins skal tryggt. Ísland taki virkan þátt í samstarfi um náttúruvernd, sjálfbæra nýtingu auðlinda, vernd mannréttinda og þróunar- og hjálparstarfi. Ísland sé herlaust og kjarnorkuvopnalaust.
  • Hverja á að kjósa – Hjálparkjörseðill

    Posted on November 7th, 2010 Þrándur No comments

    Ég prófaði að smella saman hjálparkjörseðli á vefnum kosning.is

    Hér eru nokkrir frambjóðendur sem ég treysti til að vinna heiðarlega að þjóðarhag. Athugaðu að nöfnin eru hér í stafrófsröð.

    1. Andrés Magnússon – 6747
    2. Friðrik Þór Guðmundsson – 7814
    3. Friðrik Sigurðsson – 9706
    4. Haukur Arnþórsson – 4503
    5. Illugi Jökulsson – 9948
    6. Íris Erlingsdóttir – 7968
    7. Jónas Kristjánsson – xxxx – EKKI KJÓSA!
    8. Lárus Ýmir Óskarsson – 6395
    9. Ómar Þorfinnur Ragnarsson – 9365
    10. Salvör Nordal – 9024
    11. Þorvaldur Gylfason – 3403

    Sú aðferð sem ég notaði er að velja þá sem hafa lítið tengst stjórnmálaflokkum, þeir sem tala meira fyrir þjóðarhag en hag ákveðinna hagsmuna og þeir sem ég get verið sammála um margt (þó alveg örugglega aldrei allt).

    Ég áskil mér fullan rétt til að breyta um skoðun allt fram á kjördag…

    Ef þú hefur athugasemdir við einhvern á þessum lista eða vilt bæta við, er það velkomið.

  • 4.10.2010 19:30 – Mætir þjóðin?

    Posted on October 4th, 2010 Þrándur No comments

    Mæting á Austurvelli í dag 4. Október 2010 kl. 19:30

    Nú verður fróðlegt að sjá hvort þjóðinni tekst að vekja stjórnvöld. Tvö ár eru komin frá hruni og stjórnmálamenn virðast enn ekki farnir að skilja að þjóðin er vöknuð og verður ekki svæfð alveg á næstunni. Þrátt fyrir það er haldið áfram að karpa á þingi.

    Vonarglætur eru þó á lofti:

    • Stjórnlagaþing
    • Skýrslur rannsóknarnefndar og þingmannanefndar
    • Man ekki eftir öðru…

    Fleiri verkefni bíða:

    • Skuldavandi heimilanna
    • Lyklafrumvarp
    • Raunveruleg refsing fyrir brot fjármálafyrirtækja (sem ekki bitnar bara á “viðskiptavinuum”)
    • Ný vinnubrögð og stjórn bankanna
    • Dómar yfir glæpamönnunum sem settu landið á hausinn
    • Afnám gjaldeyrishafta
    • Almenn virðing Alþingis endurreist
    • Sjálfsagt hellingur í viðbót…

    Vona að sem flestir mæti og mótmæli á friðsaman máta og lögreglan búi ekki til meiri vandræði með því að mæta í skrímslabúningum.