Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Ekki kjósa Jónas!

    Posted on November 22nd, 2010 Þrándur No comments

    Jónas Kristjánsson er ákaflega afkastamikill bloggari eftir að hann settist í helgan stein. Hann hefur verið duglegur að benda á ýmislegt sem betur má fara í þjóðfélaginu og kemur víða við. Það var ástæðan fyrir því að ég setti hann á lista yfir þá frambjóðendur sem mér finnst helst koma til greina á stjórnlagaþing.

    Nú bregður svo við að ég get ekki annað en mælt eindregið með því að kjósa EKKI þennan mann. Ástæðan er ótrúlegt skilningsleysi á aðstæðum lánþega eftir hrun sem hann kallar óhikað “óráðssíufólk”. Jónas er reyndar af þeirri kynslóð sem tók lán sem eyddust upp í verðbólgubáli og sitja nú í skuldlausum eignum. Þau fengu eignirnar að “gjöf” frá gamalmennum og börnum sem áttu sparifé og ætlast nú til að afkomendur þeirra borgi allt í topp og rúmlega það.

    Höfum það líka í huga að þetta “óráðssíufólk” er ekki fólkið sem fékk kúlulán frá bönkunum, heldur venjulegt miðstéttarfólk sem var að koma þaki yfir höfuð sitt og fjölskyldu sinnar. Þetta er líka fólkið sem við viljum síst að fari úr landi.

    Hér var framið bankarán í öllum stóru bönkunum a.m.k. og fólkið sem Jónas vill að greiði fyrir glæpinn er það sem hann nefnir svo smekklega.

    Nei takk – Ekki Jónas!

    Það eru fjölmargir aðrir frambærilegri á stjórnlagaþingið.

     

    2 responses to “Ekki kjósa Jónas!”

    1. http://axelthor.blog.is/blog/axelthor/entry/1117664/

    2. Axel Þór – Það eru allavega tvö nöfn á listanum þínum sem ekki eru í lagi og ætti að strika út:
      Ástþór Magnússon Wium og Skafti Harðarson.

      Vantar auk þess nokkra góða sem eru hér:
      https://kjallarinn.net/stjornmal/hverja-a-ad-kjosa-hjalparkjorsedill/

      Um aðra veit ég ekki nógu mikið…

      Liggur við að maður þyrfti að hafa mínus atvæði líka til að taka svona aðila út.

    Leave a reply