Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Íslenska krónan er ónýt!

    Posted on April 20th, 2010 Þrándur No comments

    Ég er sammála Vilhjálmi Þorsteinssyni að íslenska krónan er ónýt. Við verðum samt að hafa í huga að  við erum í raun með tvær myntir hér, íslenska krónu sem launþegar fá og svo verðtryggða krónu sem bankarnir fá.

    Þetta held ég að hafi mögum farið að verða ljóst þegar myntkörfulánin fóru að bjóðast. Ég held nefninlega að fólk hafi tekið bestu ákvörðun út frá fyrirliggjandi upplýsingum um að skipta yfir í erlend lán. Þar eru lægri vextir og heildarafborganir lægri.

    Þá voru menn að tala um 30% sveiflur í gengi, en enginn gerði ráð fyrir  því sem gerðist. Nánast algert hrun íslenska efnahagskerfisins. Á því áttu fáir von.

    Gæti líka bætt við stjórnmálakerfinu og einhverju fleiru. (Ætla samt ekki að fara út í hagfræðilegar skilgreiningar).

    Efnahagshrunið er borið af launþegum í amk. helmingslækkun launa og af skuldugum íbúðareigendum í formi stökkbreyttra lána (eða helmingslækkun húsnæðisverðs).

    Þar er komið að forsendubrestinum sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa bent á, en ráðamenn þrjóskast við að viðurkenna.

    Leave a reply