Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Útrásin dauð?

    Posted on November 22nd, 2008 Þrándur No comments

    Það hefur nú ýmislegt gengið á í efnahagslífi íslendinga undanfarnar vikur og oft rætt um útrásina sem eitthvað neikvætt. En það er nú samt svo að í allri þessari kreppuumræðu vill svolítið gleymast að það eru enn til útlönd og það eru enn til kaupendur að ýmis konar vöru og þjónustu á erlendri grundu.

    Ég er sannfærður um að nú er enn meiri þörf á námskeiði eins og þessu. Við höfum mikla þörf fyrir að byggja upp raunverulega útrás þar sem hægt er að breyta hugmyndum í markaðssetta vöru á alþjóðlegum markaði. Námskeið eins og þetta getur hjálpað mörgum einstaklingum sem hafa hugmyndir en vita ekki alveg hvernig hægt er að koma þeim á framfæri.

    Sala á vöru og þjónustu til erlendra kaupenda skapar gjaldeyri sem ekki er vanþörf á á þessum tíma.

    Leave a reply