Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Grunngildin?

    Posted on July 9th, 2009 Þrándur No comments

    Í gærkvöldi fór ég á kynningu á aðferðafræði sem nefnd er „Spiral Dynamics“ sem er notuð til að greina hugarfar og grunngildi í samfélögum. Kynningin var á vegum Hugmyndaráðuneytisins og voru þeir Bjarni Snæbjörn Jónsson og Lárus Ýmir Óskarsson sem töluðu.

    Það var fróðlegt að hlusta á hvernig mannlegar áherslur endurspeglast í þjóðfélaginu og hvernig ójafnvægi í áherslum getur verið varasamt. Einnig hvernig grunngildin skapa möguleika á að þróast og glíma við sérstakar aðstæður – eins og nú eru uppi.

    Með því að skilja þessa þróun eru möguleikar á að lausnir finnist til betra lífs sem reyndar kallar aftur á ný vandamál og nýjar lausnir. Þá var vitnað í Einstein sem sagði: “Við leysum ekki vandamálin með sama hugarfari og skapaði þau.”

    Rannsóknir sem þeir gerðu sýndu að þjóðfélagið á Íslandi er vanþroska á reglugerðarsviðinu. Það rímar ágætlega við það sem við sáum við bankahrunið. Líka fróðlegt að sjá mælingar fyrir og eftir hrunið.

    Aðferðafræðin notar liti til að tákna mismunandi þroskastig:

    • Beis – Grunnþarfir og barátta
    • Fjólublár – Ættarveldið
    • Rauður – Sjálfshjálp
    • Blátt – Reglur og hlýðni
    • Appelsínugult – Markaðshugsun og eiginn gróði
    • Grænt – Félagshugsun og samvinna

    Þróunin sveiflast síðan milli “ég” og “við” og lítill skilningur milli stiga. Þjóðfélög eru stödd mislangt á vegi í hverjum þætti og þarf að stíga á hærra svið til að skilja og leggja til leiðir sem eru skynsamlegar.

    Á því sviði koma tvö önnur þroskastig:

    • Gult – Sjálfshjálp með skilningi á heildarhagsmunum
    • Sægrænn – Heildarsýn

    Staða íslenskra stjórnmála er fróðleg í þessu ljósi. Það sem við þurfum er samfélag sem byggir á markaðshugsun og samfélagshugsun. Flokkakerfið eins og það er nú var byggt upp á síðustu öld með allt aðrar áherslur. Annaðhvort breytast þeir eða við þurfum nýja…