Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • N1 Start – Hugmyndafundur?

    Posted on June 5th, 2009 Þrándur No comments

    Þessi fyrsti hugmyndafundur N1 kom bara nokkuð vel út. Fyrst og fremst var hann góður til að byggja upp jákvæðni og bjartsýni á framtíð Íslands, sem veitir ekki af þessa dagana.

    Hermann Guðmundsson forstjóri N1 fór vítt yfir sviðið og talaði um framtíðina og hvernig við þurfum sem þjóð að huga að menntun ungmenna og áherslum í atvinnuþróun. Ný störf verða helst til í öðrum greinum en sjávarútvegi. Hann ræddi líka um grunngildi eins og heiðarleika, sanngirni, virðingu o.fl.


    How to Build a Vision for a Nation – and a Great Place to Work

    Salem Samhoud er hollenskur frumköðull og hefur leitt vinnu við framtíðarstefnumótun fyrir Holland. Stjórnmálamenn koma ekki með hugmyndirnar. Vinnan skilaði hnitmiðuðum atriðalista sem margir geta sammælst um:

    • Stefna (hvetjandi, skapandi þjóðfélag, opið og með þátttöku þegnanna, sameining um fjölbreytileika)
    • Grunngildi (virðing, umhyggja, frelsi, ábyrgð, bjartsýni, frumkvæði)
    • Hæfileikar og geta
    • Mælanleg langtímamarkmið (þjóðarhamingja, 100% hrein orka, besta menntun, hýsa Ólympíuleika)

    My 12 Secrets for Running a Life and Living a Business

    Jeff Taylor er frumkvöðull sem kom m.a. Monster.com atvinnumiðlunarvefnum á fót (með 140 milljón skráðar ferilskrár). Jeff talaði um “árangur” og frumkvöðla. Þú byrjar einn en færð fleiri í lið með þér ef hugmyndin er góð og þér tekst að vinna henni fylgis. Hann talaði um “ótrúlegt bankahrun” sem getur verið bæði jákvætt og neikvætt.

    Þú ert framkvæmdastjóri í þínu lífi. Fjögur atriði til að fylgja því eftir og skapa FAME:

    • F – Free agent – frjáls í hugsun og framkvæmd
    • A – Athlete training – þjálfa eins og íþróttamaður
    • M – Marketing preparation – undirbúa markaðssetningu
    • E – Entrepreneur – frumkvöðlahugsun

    Vera ófeiminn að TALA og segja frá hugmynd sinni. Byggja upp vörumerki og síðast en ekki síst – gera hugmyndina smitandi (viral).

    Guðjón Már Guðjónsson ráðuneytisstjóri Hugmyndaráðuneitisins tók síðan saman helstu atriði og sýndi myndband um hvernig “frumkvöðull” getur fengið hóp til að taka þátt.

    N1 ætlar að halda áfram með þessa hugmynd og vonandi að fleiri stór fyrirtæki geri eitthvað svipað.

    Á n1.is er hægt að fá meiri upplýsingar…