Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Samræðustjórnmál?

    Posted on January 6th, 2010 Þrándur No comments

    Ég var ánægður þegar forsetinn synjaði lögum um fjölmiðla árið 2004 og ég er líka ánægður þegar hann bregst við vilja, að því er virðist, meirihluta fólksins í landinu.

    Í hvorugt skiptið hefði málið þurft að ganga svona langt. Bara ef svona umdeild mál væru leyst með samræðum og vilja til að ná breiðri samstöðu.

    Mistökin liggja hjá ríkisstjórninni sem átti að hlusta betur á þjóð sína. Sérstaklega eftir atburði síðastliðins vetrar. Mistökin voru að gera þetta mál að flokkspólitísku máli og að hengja líf ríkisstjórnarinnar á ákveðna niðurstöðu. Það sama má reyndar segja um ESB umsóknina sem er eiginlega alveg öruggt að verður hafnað af þjóðinni nema hægt sé að sannfæra okkur um hver ávinningurinn verður.

    Hvort stjórnin lifir veltur á því að hún ákveði að breyta vinnubrögðum sínum í átt að virkari samstöðu um stóru málin.

    Það var reyndar sérstaklega ánægjulegt að sjá Steingrím í viðtali við breska fjölmiðla. Þar sem hann kom sjónarmiðum Íslands í Icesave málinu skýrar á framfæri en ég hef séð áður.

    Meira af þessu!