Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Nýtt logo Glitnis

    Posted on October 1st, 2008 Þrándur No comments

    Eftir sviptingar helgarinnar er hér komin tillaga að nýju logoi fyrir Glitni.

    Nýtt logo Glitnis

    Nýtt logo Glitnis

    Það er óneitanlega erfitt að átta sig á þessum aðgerðum öllum og fróðlegt að lesa ýmis sjónarmið. – Til dæmis eru fjörugar umræður hjá Agli Helga…

    Var ríkið undir stjórn Dabba og Seðlabanka í hefndaraðgerðum gagnvart Jóni Ásgeiri?

    Var ríkið að eignast miklu verðmætari eign en það lagði fram fyrir þessi 75%?

    Var farið of geyst í fjárfestingar hjá Glitni?

    Var skynsamlegast að ríkisvæða bankann?

    Eiga FL Group og aðrir “öflugir” fjárfestar í Glitni ekki neina peninga til að setja í þennan banka sinn?

    Allavega er ljóst að krónan hefur veikst mikið í kjölfar aðgerðanna og bankar eins og t.d. Saxo í Danmörku eru HÆTTIR að versla með hana. Þá eru sjálfsagt fáir eftir.

    Ég hef grun um að ýmis atriði eigi eftir að skýrast betur á næstu dögum og vikum…

    Leave a reply