Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Ótrúleg saga af okri…

    Posted on October 19th, 2008 Þrándur No comments

    Ég fór í byggingarvöruverslun í dag og var að kaupa smá bandspotta til að endurnýja þvottasnúrurnar. Fékk eina 30 metra af þægilegu bandi.

    Þegar ég kem á kassan set ég spottann á afgreiðsluborðið og rétti stúlkunni miðann með vörunúmerinu.

    Stúlkan: “Þetta verða þá: Fjórtán þúsund níu hundruð og nítíu”

    Ég: “Það getur nú varla verið. Þetta er nú bara bandspotti. Kostar kannsi 25 kall metrinn – og þetta eru 30 metrar.”

    Stúlkan: “Já – einmitt. Þetta var metraverðið. 30 metrar eru fjögurhundruð fjörtíu og níu þúsund og sjö hundruð.”

    Ég (heyrði ekki alveg þegar hún sagði “þúsund”): “Fjögur hundruð fjörtíu og níu – það er nú nær lagi!” – rétti henni kortið.

    Stúlkan (án þess að stökkva bros): “449.700” – og gerir sig líklega til að strauja kortið.

    Þetta var eiginlega hætt að vera fyndið og ég greip af henni kortið í snarhasti.

    Málið leystist auðvitað farsællega með því að stúlkan fór og kannaði málið betur og ég sparaði næstum hálfa milljón 🙂

    Þarna var verið að treysta í blindni á eitthvað kerfi sem eins og önnur kerfi eru alltaf full af mannlegum mistökum á öllum stigum.

    Leave a reply