Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Myndband: Peningar eru Skuldir

    Posted on August 18th, 2010 Þrándur No comments

    Hér er áhugaverð myndasyrpa um hvernig bankarnir byrjuðu og virka. Allt útskýrt á einfaldan máta.

    Sjáðu hvernig bankar búa í raun til peninga.

    Einnig koma fram hugmyndir um framtíðarskipulag peningamála sem er ekki byggt á skuldum.

    Hér eru dæmi um tilvitnanir sem koma fram:

    “Banking was conceived in iniquity and was born in sin. The bankers own the earth. Take it away from them, but leave them the power to create money, and with the flick of the pen they will create enough deposits to buy it back again. However, take it away from them, and all the great fortunes like mine will disappear and they ought to disappear, for this would be a happier and better world to live in. But, if you wish to remain the slaves of bankers and pay the cost of your own slavery, let them continue to create money.”
    – Sir Joseph Stamp, former director, Bank of England

    “The colonies would gladly have borne the little tax on tea and other matters had it not been that England took away from the colonies their money, which created unemployment and dissatisfaction. The inability of the colonists to get power to issue their own money permanently out of the hands of George III and the international bankers was the PRIME reason for the Revolutionary War.”
    -Benjamin Franklin’s autobiography.

  • Áhugaverð tækniráðstefna

    Posted on January 12th, 2010 Þrándur No comments

    Microsoft á Íslandi halda nú annað árið í röð tækniráðstefnu sem óhætt er að mæla með. Hér eru komnir nokkrir af áhugaverðustu fyrirlestrum frá TechEd og Convergence.

    Hægt er að velja úr meira en 100 fyrirlestrum um Microsoft tækni og hugmyndafræði. Boðið er upp á sérstakar línur fyrir stjórnendur, tæknimenn og hugbúnaðarfólk og í raun setja saman sína dagskrá.

    Aldrei að vita nema þú nælir þér í eina góða hugmynd (eða jafnvel fleiri). Ég mætti á ráðstefnuna í fyrra og var mjög sáttur við alla umgjörð og efnið var vel fram sett.

    Ekki verra að ráðstefnan er ókeypis – sem hentar óneitanlega frábærlega á þessum síðustu og verstu…

    www.microsoft.is/best_of_2010

  • Icesave auglýsingin sem aldrei birtist…

    Posted on October 30th, 2009 Þrándur No comments

    Hér er komin “bráðsmellin” auglýsing sem gerð var rétt áður en hrunið kom og birtist aldrei (kennski sem betur fer).

    Icesave samkvæmt auglýsingunni er algerlega GEGNSÆTT og hefði þá kannski endirinn átt að kveikja á einhverjum perum þar sem veggirnir á klósettinu eru líka gegnsæir 🙂

    Minnir mann á máltæki eins og “ekki kasta steini úr glerhúsi” og upp koma orð eins og “fyrring” og “kjaftstopp”.

  • Svindl útsölur?

    Posted on August 16th, 2009 Þrándur No comments
    Svindl útsala?

    Svindl útsala?

    Hjólaverslanir auglýsa nú grimmt “útsölur”. Þegar betur er að gáð virðist samt eitthvað skrítið vera í gangi.

    Á myndinni er vinsælt hjól sem er auglýst á vef Everest á 44.995 krónur. Með auglýstum 30% afslætti á öllum hjólum ætti það því að kosta 31.496. En – viti menn – “útsöluverðið” er enn um 42.000 krónur og verðið virðist því fyrst hafa verið hækkað um 30% og síðan gefinn 30% afsláttur frá því verði!

    Tær snilld – eða svindl?

    Auðvitað segjast þeir vera búnir að hækka verðið fyrir löngu.

    Það ber að nefna að aðrar hjólaverslanir virðast beita sömu aðferðum.

    Ætli Dr. Gunni viti af þessu?

  • Stýrikerfi: Google eða Microsoft?

    Posted on July 8th, 2009 Þrándur No comments

    Google ChromeUndanfarin ár hefur sterkasta vígi Microsoft verið stýrikerfið Windows.

    Nú hefur Google lýst yfir að þeir ætli að bjóða stýrikerfi fyrir einkatölvur. Stýrikerfið nefna þeir Google Chrome OS og vísa þar í Chrome vafrann sem náð hefur miklum vinsældum. Stýrikerfið verður þannig byggt á vafranum og fellur vel inn í alla flóru kerfa sem Google hefur verið að þróa og byggja á veftækni.

    Það er augljóslega markmið Google að ráðast nú að höfuðvígi Microsoft með skýrari heildarsýn á framtíðina. Framtíð sem byggir á ódýrum aðgangi að Internetinu og sítengingu hvar og hvenær sem er. Og líka framtíð sem byggir á ódýrum og litlum tækjum sem hægt er að nota til að vafra um netheima og eiga samskipti við vini og samstarfsmenn.

    Myndin er að skýrar og hvert sem litið er getur þú nú notað kerfi frá Google:

    • Google Chrome til að vafra um netið á Windows, Linux eða Mac vélum
    • YouTube til að skoða og deila myndböndum
    • Picasa til að skoða og deila myndum
    • GMail fyrir allan tölvupóst
    • Google Reader til að fylgjast með fréttum og bloggi
    • Google Docs fyrir ritvinnslu, töflureikni og kynningar

    Að sjálfsögðu tengir Google líka framtíðarstýrikerfið við Google Friend Connect sem gerir það mun öflugra en Facebook, Twitter og önnur félagsnetverk.

    Nú verður fróðlegt að sjá hvort og hvernig Microsoft ætlar að bregast við…

    Hvað heldur þú?

  • Dansandi hugmynd?

    Posted on June 11th, 2009 Þrándur No comments

    Hvernig fer frumkvöðull að því að fá aðra til að fylkja sér á bak við hugmynd?

    Jú – hann byrjar “hreyfingu”…

    Í þessu myndbandi er frumkvöðullinn í fyrstu einn og einmana að dansa trylltan dans. Fljótlega bætist einn í viðbót við. Þegar sá þriðji kemur í hópinn verður SPRENGING – allir hópast að og taka þátt.

    Þessir þrír fyrstu gegna mikilvægasta hlutverkinu. Fyrsti með því að sýna þolinmæði og halda áfram þó það geti verið vandræðalegt. Annar með því að sýna samstöðu. Sá þriðji gegnir greinilega því hlutverki að koma örðum til að sjá þetta sem hópathöfn sem gaman er að taka þátt í.

    Myndbandið sýnir líka hvernig vírusar virka smitandi (ekki þessir líffræðilegu – heldur félagslegu).

    Lærdómur: Haltu áfram að dansa!

  • N1 Start – Hugmyndafundur?

    Posted on June 5th, 2009 Þrándur No comments

    Þessi fyrsti hugmyndafundur N1 kom bara nokkuð vel út. Fyrst og fremst var hann góður til að byggja upp jákvæðni og bjartsýni á framtíð Íslands, sem veitir ekki af þessa dagana.

    Hermann Guðmundsson forstjóri N1 fór vítt yfir sviðið og talaði um framtíðina og hvernig við þurfum sem þjóð að huga að menntun ungmenna og áherslum í atvinnuþróun. Ný störf verða helst til í öðrum greinum en sjávarútvegi. Hann ræddi líka um grunngildi eins og heiðarleika, sanngirni, virðingu o.fl.


    How to Build a Vision for a Nation – and a Great Place to Work

    Salem Samhoud er hollenskur frumköðull og hefur leitt vinnu við framtíðarstefnumótun fyrir Holland. Stjórnmálamenn koma ekki með hugmyndirnar. Vinnan skilaði hnitmiðuðum atriðalista sem margir geta sammælst um:

    • Stefna (hvetjandi, skapandi þjóðfélag, opið og með þátttöku þegnanna, sameining um fjölbreytileika)
    • Grunngildi (virðing, umhyggja, frelsi, ábyrgð, bjartsýni, frumkvæði)
    • Hæfileikar og geta
    • Mælanleg langtímamarkmið (þjóðarhamingja, 100% hrein orka, besta menntun, hýsa Ólympíuleika)

    My 12 Secrets for Running a Life and Living a Business

    Jeff Taylor er frumkvöðull sem kom m.a. Monster.com atvinnumiðlunarvefnum á fót (með 140 milljón skráðar ferilskrár). Jeff talaði um “árangur” og frumkvöðla. Þú byrjar einn en færð fleiri í lið með þér ef hugmyndin er góð og þér tekst að vinna henni fylgis. Hann talaði um “ótrúlegt bankahrun” sem getur verið bæði jákvætt og neikvætt.

    Þú ert framkvæmdastjóri í þínu lífi. Fjögur atriði til að fylgja því eftir og skapa FAME:

    • F – Free agent – frjáls í hugsun og framkvæmd
    • A – Athlete training – þjálfa eins og íþróttamaður
    • M – Marketing preparation – undirbúa markaðssetningu
    • E – Entrepreneur – frumkvöðlahugsun

    Vera ófeiminn að TALA og segja frá hugmynd sinni. Byggja upp vörumerki og síðast en ekki síst – gera hugmyndina smitandi (viral).

    Guðjón Már Guðjónsson ráðuneytisstjóri Hugmyndaráðuneitisins tók síðan saman helstu atriði og sýndi myndband um hvernig “frumkvöðull” getur fengið hóp til að taka þátt.

    N1 ætlar að halda áfram með þessa hugmynd og vonandi að fleiri stór fyrirtæki geri eitthvað svipað.

    Á n1.is er hægt að fá meiri upplýsingar…

  • Hagfræðifyrirlestur – Áhugavert…

    Posted on May 8th, 2009 Þrándur No comments

    Kjallaragenginu var að berast upplýsingar um áhugaverðan fyrirlestur:

    William K. Black: Why Economists Must Embrace the “F” Word (Fraud)?
    Hefst: 11/05/2009 – 12:00
    Lýkur: 11/05/2009 – 14:00
    Staðsetning viðburðar:
    Askja
    Nánari staðsetning:
    Stofa 132

    William K. Black prófessor er frá University of Missouri.

    William Black hefur ritað bók um rán á banka innanfrá „The Best Way to Rob a Bank is to Own One”.

    Í fyrirlestrinum mun William Black fjalla um það að hagfræði hefur ekki tekið fjársvik alvarlega og skorturinn á skýrri hagfræðikenningu um fjársvik í rekstri fyrirtækja leiði af sér rangar spár og rangar niðurstöður um samhengi ýmissa stærða í hagfræði, að ekki sé talað um röng viðhorf og vinnubrögð, sem síðan geta af sér glæpi í efnahagslífinu og meðfylgjandi faraldra hvítflibbaglæpa og kreppur með reglulegu millibili.

    Að loknum fyrirlestri Blacks mun Egill Helgason blaðamaður stjórna umræðum með frummælandanum, Gunnari Þ. Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins og Ólafi Ísleifssyni lektor við Háskólann í Reykjavík í pallborði.

    Allir velkomnir.

    Aðgangur ókeypis.

    Hvetjum alla sem áhuga hafa á að mæta…

  • Tilgangsleysi allra hluta…

    Posted on May 6th, 2009 Þrándur No comments

    …eða “Story of Stuff”

    Saga “hluta” rakin frá auðlindum, framleiðslu, sölu, notkun og þar til þeir verða að úrgangi. Skýrir á myndrænan hátt hvernig allir þessir hlutir í kringum okkur hafa áhrif á samfélagið bæði nær og fjær og hvernig þetta er meira og minna hulið fyrir hinn venjulega neytanda.

    Story of Stuff er rúmar 20 mínútur þar sem hratt er farið yfir en samt skyggnst undir yfirborð framleiðslu og neyslumynsturs.  Hér er sýnt fram á tengsl við umhverfisáhrif og þjóðfélagsleg áhrif. Gæti jafnvel kennt þér eitthvað eða komið til að brosa og hver veit nema þú lítir málin öðrum augum eftir en áður…

    Gaman að sjá hvernig stóru fyrirtækin hafa stjórnmálamennina í vasanum – greinilega til í útlöndum líka 🙂

    Hvað finnst þér?

  • VBS banki færir lán ríkis sem tekjur

    Posted on April 15th, 2009 Hörður No comments

    Mér finnst þetta nú nærri grátlegt. VBS banki færir 9,4 milljarða af 26,4 milljarða króna láni ríkissjóðs til bankans sem tekjur í ársreikningi sínum fyrir 2008. Þetta staðfestir að þetta lán til bankans frá ríkissjóði hafi verið hrein gjöf til hluthafa bankans. Þessi gjöf var án skilyrða og ríkið fékk ekki nokkurt hlutafé í bankanum. Væri ekki betra að verja rétt heimilanna í stað þess að gefa nokkrum hluthöfum milljarða. Svar óskast Steingrímur J.

    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/15/lan_rikis_faert_sem_tekjur/