Kjallarinn.net
Grasrótin ræðir málin-
Utanvegaakstur
Posted on May 23rd, 2012 No commentsMikið hefur verið rætt um utanvegaakstur í fjölmiðlum að undanförnu. Því miður er þar oft á tíðum rætt um málin af “yfirgripsmikilli vanþekkingu” eða af einhverjum sérkennilegum hvötum.
Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar til dæmis í blogg sitt á DV þessa færslu:
http://www.dv.is/blogg/gudmundur-hordur/2012/5/22/haettu-malthofi-i-skiptum-fyrir-utanvegaakstur/Við skulum nú rýna aðeins í þessa færslu.
Færslan hefst á þessari málsgrein:
Fréttastofa Rúv sagði í kvöld frá skemmdum á náttúru Íslands vegna aksturs utan vega á leiðinni upp í Herðubreiðarlindir. Í sama fréttatímasagði Rúv frá því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefðu í dag samþykkt að hætta málþófi um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá með því skilyrði að frumvarp til laga um náttúruvernd yrði tekið af dagskrá þingsins og vísað aftur í nefnd.
Það er nú vægast sagt undarlegt að tengja saman þessi óskyldu mál með þessum hætti og maður hlýtur að spyrja sig hvert markmiðið er.
En skoðum næstu málsgrein:
Nú vill svo til að markmið þessa frumvarps er einmitt að draga úr skemmdum á náttúru Íslands af völdum utanvegaaksturs með því að skerpa reglur um slíkan akstur, skilgreina betur hvað telst akstur utan vega og eyða óvissu um akstursleiðir sem heimilt er að aka.
Hér er talað um markmið frumvarpsins og þau sögð draga úr skemmdum á náttúru Íslands. Gott og vel, markmiðið er nokkuð sem allflestir hljóta að vera sammála um. Hvort frumvarpið er í raun betra en núgildandi reglur er ekki augljóst.
Frumvarpið fjallar meðal annars um slóða um hálendi Íslands. Félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4 hafa gríðarlega þekkingu á þessum leiðum og hafa félagsmenn verið óþreytandi við að safna gögnum um þessa slóða. Ferðaklúbburinn hefur líka unnið mikið að fræðslumálum um góða siði ásamt því að stika leiðir sem geta verið villugjarnar og óljósar.
Ferðaklúbburinn 4×4 hefur viljað vinna að þessum málum með stjórnvöldum á hverjum tíma. Nú þegar stjórnvöld lýsa því yfir að þau séu hlynnt “samræðustjórnmálum” bregður svo við að samstarf um þessi mál eru í mýflugumynd.
Höldum áfram…:
Akstur utan vega virðist vera vaxandi vandamál. Fjöldi frétta af alvarlegum afleiðingum utanvegaaksturs bendir til þess, m.a. nýleg frétt Morgunblaðsins um akstur utan vega á hálendinu norðan Vatnajökuls. Það er því rík þörf á að náttúruverndarlögum verði breytt í þá veru að hægt verði að takast á við þessa ógn við íslenska náttúru.
Hér fer nú aðeins að vandast málið.
Er akstur utan vega “vaxandi vandamál”? Er fjöldi frétta einhver mælikvarði sem hægt er að byggja á? Er víst að náttúruverndarlög séu ekki nógu skýr? Er þetta ógn við íslenska náttúru?
Hvaða rannsóknir styðja þessar fullyrðingar?
Ef við horfum 30 ár aftur í tímann er ljóst að fjöldi jeppa í eigu landsmanna hefur aukist mikið. Á sama tíma held ég að skilningur jeppamanna á góðri umgengni um landið sé betri en var.
Umferð um hálendið hefur auk þess aukist margfalt með auknum ferðamannafjölda til Íslands.
Síðan endar Guðmundur á því að tengja þessi mál enn og aftur við umræðu á þingi:
Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þurfa því að útskýra hvers vegna þeir lögðu svo ríka áherslu á að koma í veg fyrir að einmitt slíkt frumvarp yrði samþykkt á Alþingi.
Það eru í gildi lög sem banna utanvegaakstur nema á frosinni jörð og snævi þakinni. Þau eru einföld og ætti að vera auðvelt að fygjast með brotum.
Vegagerðin lokar ákveðnum leiðum á vorin meðan frost er að fara úr vegum. Ef menn álpast inn á slíkar leiðir er sjálfsagt að sekta fyrir það.
Aðalmálið er að auka fræðslu til ferðamanna um hálendið og bæta þannig umgengni.
Hin leiðin væri að loka öllu landinu nema fyrir túristum í vernduðu umhverfi. Það er ekki leið sem mér finnst áhugaverð.
Að lokum er hér rétt að birta fréttatilkynningu frá Ferðaklúbbnum 4×4 vegna fréttar í Morgunblaðinu:
-
Startup Iceland!
Posted on May 12th, 2012 No commentsÁhugaverð ráðstefna í Ásbrú
30. maí 2012 verður haldin áhugaverð ráðstefna um frumkvöðlaumhverfið í Ásbrú í Reykjanesbæ sem var áður þekkt sem Andrews Theatre.Startup Iceland – Building Sustainable Startup Ecosystems is a conference first of its type in Iceland. Our mission is to learn, share and bring awareness to Entrepreneurship and Startup Culture. We are starting with Iceland. Are there best practices, methods and learning strategies that we could apply in our community here in Iceland? Are there examples of entrepreneurs who have solved this challenge, or tried and failed? How can we learn from this experience? We have a line of speakers who have walked this path and are sharing their experience.Hvetjum alla til að mæta og hlusta á áhugaverða fyrirlesara:
Ólafur Ragnar Grimsson – Forseti Íslands
Brad Feld – Partner Foundry Group
Brad Burnham – Partner Union Square Ventures
Rebeca Hwang – CEO youNoodle.com
Hilmar Veigar Pétursson – CEO CCP Games
Hilmar B. Janusson – EVP of R&D Ossur
Isaac Kato – CFO, Verne Global
Helga Valfells – MD, NSA
Rebecca Kantar – Founder & CEO BrightCo
Sarah Prevette – Founder & CEO Sprouter.com and BetaKitNánar hér:Athugið að ráðstefnan er á ensku. -
Frjálsi fjárfestingarbankinn dæmdur og bankastjórnendur kærðir!
Posted on February 15th, 2012 No commentsLoksins!
Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur nú verið dæmdur af Hæstarétti. Þeim var EKKI heimilt að krefjast hærri vaxtagreiðslna aftur í tímann miðað við vaxtaviðmið Seðlabankans af lánum sem bundin voru við gengi erlendra mynta.
Þá vísaði Hæstiréttur til laga nr. 151/2010 og taldi að með almennum lögum væri ekki unnt, með svo íþyngjandi hætti sem á reyndi í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Gætu lögin því ekki haggað áðurgreindri niðurstöðu um uppgjör milli aðila
Nú hafa Hagsmunasamtök heimilianna lagt fram kæru á stjórnendur banka. Ánægjulegt að sjá að spjótum sé beint að þeim sem raunverulega bera ábyrgð.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið óþreytandi við að berjast fyrir réttlátri skuldaleiðréttingu. Hæstaréttardómurinn í dag sýnir að við erum á réttri leið.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt fram kæru til efnahagsbrotadeildar á hendur öllum stjórnendum og bankaráðum bankanna frá árinu 2001-2012 fyrir brot á stjórnarskrá, almennum hegningarlögum, vaxtalögum, lögum um samningsgerð, lögum um hlutafélög og fyrir að vanrækja eftirlitsskyldu sína.
Í fyrsta lagi eru bankastjórnendur sem voru við stjórn frá 2001- 2008 kærðir fyrir að veita gengistryggð lán. Má leiða líkur að því að hinar ólöglegu lánveitingar hafi jafnvel farið fram vísvitandi, í það minnsta gerðu Samtök banka- og verðbréfafyrirtækja umsögn um frumvarp áður en það varð að lögum og vöruðu við því að ef frumvarpið yrði að lögum yrði ekki heimilt að gengistryggja lán. Jafnframt má geta þess að Verslunarráð Íslands og Samtök atvinnulífsins sendu einnig inn umsagnir áður en frumvarpið varð að lögum þar sem koma fram varnaðarorð í þessa sömu veru.
Hæstiréttur hefur nú staðfest að slíkar lánveitingar brjóta gegn lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá árinu 2001. Eftir setningu neyðarlaganna árið 2008 hafa nýjar lánveitingar af þessu tagi lagst af, en þó er heimilt að veita sannanlega erlent lán sem er greitt út í erlendum gjaldmiðli og innheimt í erlendum gjaldmiðli. Innheimta á ólögmætum gengistryggðum lánum hefur þó haldið áfram á forsendum sem HH telja að stríði gegn samningalögum, vaxtalögum, lögum um neytendalán og stjórnarskrá.
Í öðru lagi beinist því kæran einnig gegn þeim bankastjórnendum sem setið hafa í stjórnum frá því bankarnir hófu innheimtu á endurútreiknuðum ólögmætum lánum. Er það mat samtakanna að bankarnir hafi gerst brotlegir við lög og gengið gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar með því að vaxtavaxtareikna lánin annars vegar og hins vegar með því að reikna hærri vexti afturvirkt á greidda gjalddaga allt frá lántökudegi í stað þess að miða við setningu laga nr. 151/2010. Í dómum Hæstaréttar hefur gengistryggingin verið dæmd ólögleg og mælst til að nota óverðtryggða vexti Seðlabankans á ógreiddar eftirstöðvar lána, en ekki á greidda gjalddaga.
Í þriðja lagi telja Hagsmunasamtök heimilanna að bönkunum sé óheimilt að innheimta vexti fyrir tímabil áður en þeir eignuðust kröfuna, og er það skilningur samtakanna að eigandi skuldabréfs eigi eingöngu kröfurétt á vexti frá þeim degi þegar hann eignast kröfuna. Þessi hluti kærunnar á því við um stjórnendur nýju bankanna þar sem bankarnir eigi ekkert tilkall til vaxtagreiðslna fyrir þann tíma þegar þeir urðu löglegir eigendur skuldabréfa. Gamlir eigendur þeirra hafa þegar innheimt vaxtagreiðslur og greiðslur inn á höfuðstól sem að mati samtakanna eiga að standa í íslenskum krónum.
Einstaklingar dregnir til ábyrgðar.
Í öllum tilvikum eru bankastjórnendur kærðir fyrir auðgunarbrot er varða almenn hegningarlög, sem og brot á greinum hlutafélagalaga er varða ábyrgð. Það er mat samtakanna að mikilvægt sé að draga til ábyrgðar þá einstaklinga sem setið hafa í stjórnum bankanna undanfarin ár. Með kæru á hendur bankastjórnendum vilja samtökin leggja áherslu á þá gríðarlegu ábyrgð sem því fylgir að vera stjórnarmaður í bankakerfinu. Hafi fjármálastofnanir stundað refsivert athæfi með ólöglegri lánastarfsemi og síðan ólöglegri innheimtu er það krafa HH að einstaklingarnir sem standa að baki ákvörðunum geti ekki vikið sér undan persónulegri ábyrgð sinni.
-
Leikið að nýsköpun: Nordic Innovation
Posted on December 12th, 2011 No commentsNordic Innovation er áhugavert tímarit um nýsköpun og sprotafyrirtæki.Þemað að þriðja tölublaði “Nordic Innovation” er leikið að nýsköpun.
“Við fengum þrjá uppfinningamenn til að svara spurningum um hvernig hægt er að leika sér með nýsköpun. Þeir hjálpuðu okkur að kafa dýpra í þessa hugmynd. . Það er ekki spurning um framleiðni heldur árangur, það fjallar um að vera óttalaus og að skapa nýja hluti og það fjallar um að þola mistök. Fyrirtæki og einstaklingar verða að leika sér með nýsköpun eins og börn – forvitin um hvernig heimurinn virkar.”-Eyþór Ívar JónssonAð þessu sinni fjallar Nordic Innovation um leikjamarkaðinn og leikjafyrirtæki. Málið er að leikir eru orðinn stór markaður og farinn að nálgast kvikmyndagerð. Einnig er athyglisvert að við gerð nýrrar stjórnarskrár Íslands var notuð tækni sem hefur nýlega verið kynnt af sprotafyrirtækjum. Það sýndi að mögulegt er að búa til stór og metnaðarfull verkefni eins og nýja stjórnarskrá mun auðveldar og ódýrar með snjöllum lausnum.
Þetta tölublað inniheldur lista af 100 íslenskum sprotum sem var gerður fyrir Frjálsa verslun. Listinn var gefinn út til að koma á framfæri mikilvægi nýsköpunar og verðmæti nýrra fyrirtækja. Það leggur áherslu á hversu mikilvægt er að leika sér að nýsköpun.
Blaðið er á ensku.
EFNISYFIRLIT:
- The A-board – An army of advisors
- Interview with Facebook’s Jeffrey Wieland
- Halla Helgadottir on design in business and society
- Mikkel Draebye – Can you teach innovation?
- 100 Icelandic startups
- The online gaming industry – Lets play the game
- Pitching to investors
Nordic Innovation – Playing with innovation #3 PDF
Nordic Innovation – Playing with innovation #3 Flash
Endilega aðstoðið við að koma þessum hugmyndum sem víðast og látið vita af blaðinu á Twitter og Facebook.
-
Í tilefni dagsins…
Posted on October 1st, 2011 No commentsHefur nokkuð breyst síðan þetta lag var flutt?
-
Leiðin til helvítis 2
Posted on June 28th, 2011 No commentsFyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein í blaðið sem hét Leiðin til helvítis. Það var um eiturlyfjavandann, og um það hvað við gerum í góðri trú, en virkar alveg öfugt við það sem ætlast er til. Mér verður oft hugsað til Sjálfstæðismanna. Af hverju kýs fólk Sjálfstæðisflokkinn? Sérstaklega núna þegar hann hefur komið endanlega út úr skápnum sem einn spilltasti stjórnmálaflokkur á vesturlöndum. Hann setti fjármálakerfið á hliðina. Hann seldi bankana þrátt fyrir varnaðarorð stjórnarandstöðunnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins aðhafðist ekkert þó að seðlabankar og ríkisstjórnir annara landa hrópuðu á hana að gera eitthvað áður en allt færi á hliðina. Þetta stóð í mörg ár og þeir lokuðu augunum og lugu að þjóðinni alveg fram á síðasta dag. Öll spillingarmálin er óþarfi að telja upp. Fjölmargir þingmenn flokksins eru flæktir í þau. Þeir viðurkenna engin mistök, segja bara að bankamennirnir hafi valdið hruninu. Það hafa verið bankamenn í 100 ár á Íslandi, en þeim var ekki gert mögulegt að svindla svona fyrr en nú. Þrátt fyrir allt þetta: 40% þjóðarinnar finnst rétt að kjósa flokkinn! Þetta er ekki Rússland. Það eru margir aðrir flokkar og minna spilltir sem hægt er að kjósa. Það er örugglega einhver skýring á þessu. Ég held að þetta sé einskonar trú. Fólki finnst það vera hluti af fjölskyldu. Einskonar ættarveldi, svipað og í Afríku. Davíð Oddson var ættarhöfðinginn. Menn voru ánægðir með hann, hann réði öllu eins og ættarhöfðingjar eiga að gera. Svo voru það hinir. Þeir voru hættulegir. Það voru Kommúnistarnir. Flokkurinn barðist gegn Kommúnistunum. Vinstri menn sneru baki við Kommúnismanum uppúr 1960, en þá kölluðust þeir Sósíalistar sem var álíka skammaryrði. Þannig varð til jafnan: Allir hinir = Sósíalistar = Kommúnistar = Alræðisstjórn í Sovétríkjunum. Alræðisstjórnin í Sovétríkjunum hleraði andstæðinga sína og var með tökin á öllu: Stjórnmálum, atvinnulífi, dómstólum og fréttamiðlum. Af hræðslu við óvininn safnast Sjálfstæðismenn nú enn einu sinni saman og kjósa sinn flokk, sem þeim finnst að berjist gegn öllu þessu. Staðreyndin er hinsvegar að það er einmitt Sjálfstæðisflokkurinn sem er líkastur Sovéska kommúnistaflokknum eins og hann var og hét: Flokkurinn er eini flokkurinn sem hefur hlerað pólitíska andstæðinga sína (Bjarni Ben hinn fyrri) og hann hefur haft tökin á: Stjórmálunum, atvinnulífinu, dómstólunum og fréttamiðlunum. Mest sláandi eru líkindin með flokksþingunum. Þar andmæla menn ekki, heldur rétta bara prúðir upp hendi og klappa. Er þetta virkilega það sem hinn venjulegi Sjálfstæðismaður vill? Ég held ekki. En: „Leiðin til helvítis er vörðuð góðum áformum“.
-
Leiðin til helvítis
Posted on May 17th, 2011 No commentsLeiðin til helvítis.
„Leiðin til helvítis er vörðuð góðum áformum“ sagði einn félagi minn eftir að hafa hlustað á afsakanir mínar þegar ég mætti ekki á tennisæfingu fyrir löngu síðan. Mér fannst þetta full sterkt til orða tekið, en flott. Síðan hef ég hugsað um þetta af og til, og þetta er svo satt. Það er átt við að menn geta verið að gera eitthvað í góðri trú, haft góð áform, en afleiðngarnar eru þveröfugar við það sem ætlast er til.
Nú eru í fréttum mótorhjólagengi sem verið er að stofna, skipulögð glæpasamtök sem hafa náð fótfestu í nágrannalöndunum. Þetta er stórhættuleg þróun. Við sjáum Ítalíu, þar sem mafían ræður nánast öllu, að maður tali nú ekki um Mexíkó, þar sem fólk er drepið í hópum, bara fyrir það eitt að vilja ekki vinna með glæpasamtökunum. Hvað er hægt að gera? Eldsneytið fyrir þessi samtök er eiturlyfjasala. Því miður er einhverskonar klofningur í afstöðu manna til áfengis annarsvegar, og annara eiturlyfja hinsvegar. Mönnum finnst eðlilegt að auglýsa áfengi, og tala fyrir því að einkaaðilar selji það, en önnur eiturlyf eru bönnuð. Fólk gerir þetta í góðri trú, það vill vernda æskuna frá því að lenda í klóm eiturlyfjanna. En með því að hafa þetta bannað, er eiturlyfjamarkaðurinn lagður heill og óskiptur upp í hendurnar á glæpamönnunum. Þetta eru sterkir strákar og sólbrúnir, með fullar hendur fjár. Stelpurnar hrífast af þeim, þeir tæla þær inn í þennan heim, og strákana líka. Þetta er lokaður heimur, enginn læknir, ráðgjafi eða neinn stuðningsaðili kemst nálægt fyrr en allt er orðið of seint. Brosmildi unglingurinn er orðinn að samviskulausu slytti sem hugsar bara um næsta skammt. Það er auðvitað þetta sem menn eru hræddir við, og þessvegna eru eiturlyf bönnuð. En afleiðingin verður að her manns tekur það að sér að: Flytja inn eiturlyfin (eða framleiða), tæla ungt fólk inná braut eiturlyfjanna, og svo rukka þá og aðstandendur þeirra fyrir eiturlyfjaskuldirnar.
Nú er ástandið orðið svipað og á bannárunum milli stríða. Þá var markaðurinn fyrir áfengissölu settur í hendurnar á glæpamönnum, þá var gullöld Al Capone í Bandaríkjunum, og menn sáu að ef það yrði ekki gert löglegt að versla með áfengi, myndu glæpamennirnir ekki bara ná yfirhöndinni yfir lögreglunni, heldur í verslun og viðskiptum og almennt allri atvinnustarfsemi í þjóðfélaginu.
Sumir segja: „Herðum bara refsingarnar, fjölgum lögregluþjónum aukum eftirlit tollgæslunnar“. Þar eru líka góð áform að baki. En núna eru refsingar orðnar all verulega harðar fyrir smygl t.d. Og hverjir lenda í þessum hörðu refsingum? Það eru unglingarnir okkar, sem í sakleysi sínu og bjánaskap eru plataðir til að taka með sér pakka af efni í gegnum tollinn. Ég man eftir máli ungrar stúlku sem var dæmd í 8 ára fangelsi fyrir smygl í danmörku. Margir sleppa með lægri dóm fyrir að drepa mann. Viljum við þetta? Hver er meiri glæpamaður, sá sem drepur mann, eða sá sem í bjálfaskap flytur pakka yfir landamærin? Varðandi fleiri lögregluþjóna og harðara eftirlit: Það hefur verið rannsakað, að allar tilraunir Bandaríkjamanna við að auka eftirlit með landamærunum að Mexíkó, eða fjölga í lögregluliði í fíkniefnadeildunum, hafa bara orðið til þess að framboðið minnkar tímabundið á markaðnum, verðið hækkar, og eiturlyfin finna sér nýjan farveg inn í landið. Þetta hefur oft verið reynt. Man einhver eftir slagorðinu „Eiturlyfjalaus Reykjavík árið 2000“?
Eina leiðin til að stemma stigu við þróuninni, er að selja þessi lyf í ríkinu, eins og gert er við áfengið. Slá þannig markaðinn úr höndum glæpagengjanna. Með því móti mætti koma upplýsingum til neytendanna um hætturnar, og leiðir til að losna úr klóm eiturlyfjanna. Einnig eru meir líkur til að fólk leiti sér hjálpar ef neyslan og varsla eiturlyfjanna er ekki refsiverð.
-
Vélaverkfræðinga vantar
Posted on March 31st, 2011 No commentsExpert leitar að kröftugum verkfræðingum í krefjandi verkefni í Noregi. Viðkomandi verða að hafa mikla þekkingu og reynslu á sínu sviði, hafa mikinn metnað í starfi og geta unnið sjálfstætt.
Sérfræðingar þessir munu vinna fyrir fyrirtæki í olíu og gasiðnaðinum í Noregi og er því spennandi kostur. Starfið reynir mikið á samskipti, sveigjanleika og getu til að vinna sjálfstætt.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði (vélaverkfræði/rafmagnsverkfræði/megatrónik)
- Reynsla af verkfræðistörfum á því sviði
- Metnaður í starfi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð kunnátta í norðurlandamálum og ensku
Umsjón með starfinu hefur Þrándur Arnþórsson hjá Expert ehf. (thrandur <hjá> expert.is). Áhugasamir eru hvattir til að senda okkur ferilskrá á vefnum: expert.is .
-
Nordic Innovation – Nýsköpun á Norðurlöndum
Posted on March 9th, 2011 No commentsKlak Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við aðila á Norðurlöndum stendur að
útgáfu á glæsilegu veftímariti um sprota, nýsköpun og hönnun á Norðurlöndunum. Ágóði
blaðsins rennur í ferðasjóð frumkvöðla Viðskiptasmiðjunnar.Fyrsta tölublaðið hlaut frábærar viðtökur. Þema blaðsins var „Design Thinking“. Í tímaritinu
voru meðal annars vitöl við Paul Bennett (IDEO), Sigurð Þorsteinsson (Design Group Italia)
og Roberto Verganti, einn helsta sérfræðings á sviði design thinking í heiminum í dag.Næsta tölublað verður helgað nýsköpun í tónlist og þema blaðsins er „Sound of
Innovation“. Meðal annars verður viðtal við Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Carsten
Dahl jazzpíanista og sérfræðinga í hljóðnýsköpun. Eins og í fyrsta tölublaðinu verður
sérstakur kafli helgaður fyrirtækjum sem eru að kynna sig fyrir fjárfestum.Útgáfa tímaritsins er áætluð þann 15. apríl og verður sent á öll helstu stórfyrirtæki,
sprotafyrirtæki, fjárfesta, nýsköpunarmiðstöðvar, háskóla og aðra áhugasama um nýsköpun
á Norðurlöndum. Samstarfsaðilar í dreifingu eru: Viðskiptaráð Íslands, Samtök iðnaðarins,
Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, háskólinn á Bifröst, Sprotaþing Íslands, Norræna
nýsköpunarmiðstöðin, Væksthus Denmark, Vækstfonden, Connect Denmark, Nesu –
samtök viðskiptafræðinema á Norðurlöndunum, samtök fjárfesta á Norðurlöndunum,
Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn, Viðskiptaháskólinn í Osló – BI, Háskólinn í Lundi
o.fl. Áætluð dreifing er á bilinu 30 – 50 þúsund.Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur áhuga á birta auglýsingu í Nordic Innovation vinsamlegast látið
vita fyrir 31. mars næstkomandi. Athugið að tímaritið er á ensku svo auglýsingar þurfa
einnig að vera á ensku.Verð:
Heil síða – 79.000 auk vsk.
Hálf síða – 49.000 auk vsk.Hafðu samband sem fyrst ef þú hefur áhuga í síma: 821 3919
Fyrir hönd Nordic Innovation,
Þrándur Arnþórsson
-
Kosningaklúður?
Posted on February 7th, 2011 No commentsÉg verð að játa að fyrstu viðbrögð við úrskurði Hæstaréttar hjá mér voru: “klúður aldarinnar!”…
…en svo þegar maður hefur velt þessu aðeins fyrir sér er þetta kannski ekki svo einfalt. Rökin sem Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður og Reynir Axelsson stærðfræðingur hafa sett fram í greinum, Silfri Egils og fleiri stöðum vega þar þungt.
Kjarni málsins er þessi:
Var eitthvað sem benti til að einhver af þeim atriðum sem Hæstiréttur telur upp hefði haft áhrif á útkomu kosninganna?
Ef ekki þá átti að láta úrslitin standa.
Vandinn er að úrskurðurinn bitnar á þeim sem síst skyldi – saklausum almenningi.
Ágæt regla sem dómarar hljóta að hafa í huga: “First do no harm”. Finnst þetta hafi ekki verið alveg nógu vandaður dómur.
- Skaði fyrir þjóðfélagið 200 milljónir
- Skaði fyrir 80.000 kjósendur * 5.000 = 400 milljónir
- Skaði fyrir ímynd Hæstaréttar – ómældur
Hingað til hef ég borið töluvert traust til Hæstaréttar og talið að þar sitji heiðarlegir og grandvarir menn sem vegi og meti mál út frá lögum og ekki síður anda laganna. “Bonus pater familias” hefði að mínu áliti tekið öðruvísi á þessu máli. Lögfræði og dómar eiga að snúast um fólk og vernda almenning.
Þetta er vandrataður vegur.
Hitt er annað mál að undirbúningur fyrir Stjórnlagaþingið hefði mátt vera vandaðri, t.d. hefði mátt hafa strangari kröfur um frambjóðendur svo fjöldinn hefði verið minni og fjölmiðlaumfjöllun markvissari.